Leifur og Katsuko komin til Japans

posted in: Óflokkað | 0

IMG_2296[1]

Kristniboðarnir okkar, Katsuko og Leifur Sigurðsson, héldu til Japans á fimmtudaginn var og komu þangað á föstudagskvöld. Þau eru nú búsett og munu starfa í Rocko Island sem byggt er á uppfyllingu fyrir utan borgina Kobe í Vestur-Japan. Markmiðið með starfi þeirra er að ná til nýrra með fagnaðarerindið um Jesú Krist.

Fjölskyldan var kvödd á samkomu í Kristniboðssalnum 15. júlí og eins var Katsuko vígð til kristniboða á sumarmóti Kristniboðssambandsins á Löngumýri í Skagafirði laugardaginn 18. júlí, en Leifur vígðist á sínum tíma þegar hann fór sem kristniboði til Keníu. Á myndinni eru þau ásamt börnum sínum f.v. Hannesi, Lilju og Elínu.

Við minnum fólk á að biðja fyrir þeim og starfi þeirra.