Lambakjötspottréttur Kristniboðsfélags karla

Já, það verður veisla í Kristniboðssalnum föstudaginn 8. desember; sérlagaður lambakjötspottréttur og rjómaís á eftir. Borðhald hefst stundvíslega klukkan 19. Sr. Frank M. Halldórsson verður með hugleiðingu.

Verð: 2500 kr. Allur ágóði rennur til kristniboðsins.

Vinsamlegast skráið ykkur með tölvupósti á kristjan@sik.is eða í síma 533 4900.