Kynningarfundur og námskeið fyrir sjálfboðaliða í íslenskukennslu

Nú styttist í að íslenskukennslan í Kristniboðssalnum hefjist aftur, nánar tiltekið þriðjudaginn 17. janúar.

Starfsmenn SÍK sjá um kennsluna og utanumhald en aðkoma sjálfboðaliða í þessu starfi skiptir sköpum og nú vantar okkur fleiri hendur. Ef þú hefur tíma aflögu sem þú vilt nota til þess að láta gott af þér leiða þá er þetta frábær leið til þess að leggja hendur á plóginn í kristniboðsstarfinu. Þeir sjálfboðaliðar sem tekið hafa þátt eru sammála um að þetta sé einstaklega gefandi og skemmtilegt starf.

Þriðjudaginn 10. janúar kl. 11 – 12 verður kynningarfundur fyrir alla sem vilja kynna sér nánar í hverju starfið felst og má koma á fundinn án allrar skuldbindingar.

Fimmtudaginn 12.janúar kl. 10- 12 verður svo námskeið fyrir sjálfboðaliða þar sem farið verður yfir skipulag starfsins, kennsluaðferðir ofl. Þetta námskeið er fyrir bæði fyrir nýja sjálfboðaliða og þá sem áður hafa tekið þátt.

Endilega kynntu þérmálið og láttu orðið berast til þeirra sem áhuga gætu haft 🙂

Myndin er frá vorferð íslenskukennslunnar í maí 2022