Kvöldstund í Kristniboðssalnum, í beinu streymi, 29. apríl kl 20:30

Eins og undanfarin miðvikudagskvöld verður stuttri lofgjörðarstund streymt beint úr Kristniboðssalnum á fésbókarsíður Kristniboðssambandsins. Keith Reed og Bryndís Schram Reed sjá um tónlist og leiða stundina og Ásta B. Schram formaður SÍK hefur stutta hugvekju. Við hvetjum þau ykkar sem horfið til þess að deila streyminu þegar það fer í loftið (búa til watch party) og svo er alltaf gaman að fá viðbrögð í athugasemdum.