Kristur og ég – Kristniboðsvikan 2016

„Kristur og ég“

Kristniboðsvika 28. febrúar – 6. mars

Árleg kristniboðsvika verður haldin í Reykjavík 28. febrúar til 6. mars. Dagskráin verður fjölbreytt þar sem fram kemur fjöldi fólks. Kristniboðsvinir eru hvattir til að biðja fyrir samkomunum og taka þátt í þeim. Yfirskrift vikunnar er „Kristur og ég“ sem minnir á andlega vídd starfsins auk þess að minna á margvísleg verkefni á sviði kærleiksþjónustu og boðunarstarfs.

Sunnudagur 28. febrúar kl. 20: Tómasarmessa í Breiðholtskirkju.
Tómasarmessan markar upphaf kristniboðsvikunnar og eru kristniboðsvinir hvattir til að koma í Breiðholtskirkju.
Tónlist KSH og Þorvaldur Halldórsson.
Hugleiðing: Birna G. Jónsdóttir.

Þriðjudagur 1. mars kl. 20: Samkoma í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg.
Upphafsorð: Kristbjörg Gíslasdóttir.
Karlakór KFUM syngur.
Kristniboðsefni:  Ásta María Karlsdóttir.
Hugleiðing: Ragnheiður Guðmundsdóttir.
Kaffi og meðlæti eftir samkomuna.

Miðvikudagur 2. mars kl. 20:00: Samkoma í Kristniboðssalnum
Upphafsorð: Jarle Reiersen.
Söngur: Keith Reed.
Kristniboðsefni: Kristján Sigurðsson og Hulda Jónasdóttir.
Hugleiðing: Margrét Jóhannesdóttir.
Kaffi og meðlæti eftir samkomuna.

Fimmtudagur 3. mars kl. 20: Samkoma í húsi KFUM og KFUK Holtavegi.
Upphafsorð: Hilmar Einarsson.
Efni: Jóhann Herbertsson.
Hugleiðing: Karl Jónas Gísalson.
Kaffi og meðlæti eftir samkomuna.

Föstudagur 4. mars kl. 18: Fjölskyldusamkoma í Kristniboðssalnum.
Samkoma í höndum Kristjáns Þórs og Helgu Vilborgar

Laugardagur 5. mars samkoma kl. 20 með KSS í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg.
Fundur í höndum Bjarna Gíslasonar og fjölskyldu.
Hugleiðing: Bjarni Gíslason.
Ekkert kaffi eftir fund, sjoppa KSS.

Sunnudagur 6. mars kl. 14: Samkoma í Kristniboðssalnum.
Kristniboðsefni: Páll Ágúst Þórarinsson.
Hugleiðing: Guðlaugur Gunnarsson.