Kristniboðsviku lokið

posted in: Fréttir | 0

Kristján VoitóKristniboðsviku lauk í gær, sunnudag, með samkomu í Kristniboðssalnum kl. 14.

Fyrsta samkoma vikunnar var Tómasarmessa í Beiðholtskirkju. Aðrar samkomur vikunnar voru ýmist í húsi KFUM og K við Holtaveg eða í Kristniboðssalnum. Yfirskrift vikunnar var Kristur og ég og var áhersla lögð á starf Kristniboðssambandsins í Eþíópíu. Vikan var vel sótt.

Þátttakendum og samkomugestum er þakkað fyrir að taka þátt í kristniboðsvikunni 2016.