Kristniboðsviku 2020 lauk í dag

Kristniboðsvikunni lauk í dag með guðsþjónustu í Grensáskirkju sem streymt var beint á fésbókarsíðu Kristnbioðssambandsins og hægt verður að horfa á áfram. Þrátt fyrir stöðuna sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir um þessar mundir var mæting góð á kristniboðsvikuna og gekk vel. Þó þurfti að fresta tónleikum sem áttu að vera í gær og guðsþjónustan í dag varð með töluvert öðru sniði en upphaflega var skipulagt. Temesgen Shibru þurfti að fara fyrr en áætlað var heim til Noregs vegna ástandsins en hann leyfði okkur að taka upp síðustu ræðuna sem hann ætlaði að flytja í dag og ber yfirskriftina Boðhlaup. Hlusta má á hana í tenglinum fyrir neðan. Þakka ykkur öllum fyrir þátttökuna í kristnboðsvikunni, hvort sem það var með því að koma í Kiristniboðssalinn eða fylgjast með á netinu. Guð blessi ykkur öll