Kristniboðsvika, samkoma í kvöld miðvikudag

Samkoma verður í kvöld, miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60.

Yfirskriftin er: Fylgdu Jesú í velgengi. Ræðumaður er Björn-Inge Furunes Aurdal frá Noregi.

Kvennakór KFUK, Ljósbrot syngur.

Sagðar verða fréttir af þýðingu Nýja testamentisins á tsamakko tungumálið í Voitó í Eþíópíu.

Kristniboðsfélag karla selur veitingar eftir samkomu.

Allir hjartanlega velkomnir.