Kristniboðsvika, samkoma í kvöld fimmtudag

Björn-Inge Furnes Aurdal.

Samkoma verður í kvöld, fimmtudaginn 1. mars kl. 20, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60.

Yfirskriftin er: Fylgdu Jesú í mótlæti. Ræðumaður er Björn-Inge Furnes Aurdal.

Elsa Waage syngur einsöng.

Kalli (Karl Jónas Gíslason) segir frá starfi Basarsins, nytjamarkaði Kristniboðssambandsins.

Kristniboðsfélag kennara, LMF, sér um kaffiveitingar eftir samkomu.

Allir hjartanlega velkomnir.