Kristniboðsvika 3.-10. mars 2019

posted in: Fréttir | 0

Samband íslenskra krisntiboðsfélaga (SÍK) heldur sína árlegu kristniboðsviku 3.-10. mars. Markmið vikunnar er að efla vitund og áhuga fólks á kristniboðsstarfi SÍK og bjóða áhugasömum að styrkja starfið.

Allir viðburðir viknnar verða haldnir í Kristniboðssalnum í verslunarkjarnanum Miðbæ að Háaleitisbraut 58-60 (3. hæð). Aðgengi er fyrir hjólastóla og lyfta í húsinu.

Dagskrá vikunnar:

-Sunnudagur 3. mars kl. 17:00: Samkoma fyrir alla fjölskylduna. Boðið er upp á kvöldmat gegn hóflegu gjaldi eftir samkomuna.

-Mánudagur 4. mars kl. 20:00: Lofgjörðar- og bænastund. Eyerusalem Negya flytur vitnisburð og syngur.

-Þriðjudagur 5. mars kl. 20:00: Fræðslukvöld, Skúli Svavarsson kristniboði segir frá upphafsárum SÍK og frumkvöðlum og greinir frá sögu krisntiboðsins í Eþíópíu og Keníu. Kaffiveitingar seldar eftir fræðsluna.

-Miðvikudagur 6. mars kl. 20:00: Samkoma. Kurt Johansen frá Sat7 segir frá kristniboðsstarfi sjónvarpsstöðvarinnar í Mið-austurlöndum. Guðlaugur Gunnarsson prédikar: Rétta leiðin til hjálpræðis. Hljómsveit KSS leiðir söng. Kaffiveitingar seldar eftir samkomuna.

-Fimmtudagur 7. mars kl. 20:00: Samkoma. Kurt Johansen frá Sat 7 segir frá kristniboðsstarfi sjónvarpsstöðvarinnar í Mið-Austurlöndum. Kristján Þór Sverrisson prédikar: Rétta leiðin til boðunar. Hljómsveit KSS leiðir söng. Kaffiveitingar seldar eftir samkomuna.

-Föstudagur 8. mars kl. 20:00: Kvikmyndasýning og umræður. ATH: Mynd tilkynnt síðar.

-Laugardagur 9. mars kl. 17:00: Tónleikar með eþíópísku söngkonunni Eyerusalem Negya í Fíladelfíu, Hátúni 2.

-Sunnudagur 10. mars kl. 17:00: Lokasamkoma. Kristján Þór Sverrisson segir frá kristniboðsstarfi sjónvarpsstöðvarinnar Pak7 sem einbeitir sér að Pakistan. Karlakór KFUM mun syngja. Björn-Inge Furnes Aurdal prédikar: Rétta leiðin í lífinu. Hljómsveit KSS leiðir söng. Arabískur matur seldur eftir samkomuna.