Kristniboðssamkoma með Leifi Sigurðssyni 3. ágúst

Miðvikudaginn 3. ágúst hefjast miðvikudagssamkomurnar aftur í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60 og við hefjum leikinn á kristniboðssamkomu. Leifur Sigurðsson kristniboði í Japan er staddur hér á landi ásamt fjölskyldu sinni og mun hann segja frá starfinu í Japan og hafa hugleiðingu á samkomunni.

Samkoman hefst að venju kl. 20

Verið hjartanlega velkomin 🙂