Kristniboðsmót á Löngumýri í Skagafirði 16.- 18. júlí 2021

Árlegt kristniboðsmót verður haldið á Löngumýri í Skagafirði helgina 16. – 18. júlí. Dagskráin verður með hefðbundnu sniði, iblíulestur, vitnisburðarstund, kristniboðssamkoma og guðsþjónusta í Miklabæjarkirkju svo eitthvað sé nefnt. Nánari dagskrá mun birtast hér von bráðar.

Á milli samverustunda er svo upplagt að nýta tímann í fallegri náttúru til gönguferða, skreppa í sund, skoða einhverjar af þeim fjölmörgu náttúruperlum sem Skagafjörðurinn hefur upp á að bjóða eða slaka á í heita pottinum á Löngumýri.

Hægt er að gista í tjaldi eða ini og fer skráning fram á Löngumýri í síma 543 8116 þar sem einnig er hægt að fá nánari upplýsingar um verð á gistingu og mat.

Við hvetjum kristniboðsvini til að taka þessa helgi frá til að eiga gott samfélag í fallegri náttúru, uppbyggjast í orði Guðs og fræðast um kristniboðsstarfið