Kristniboðsmót á Löngumýri

posted in: Fréttir | 0

langamyriKristniboðsmót á Löngumýri í Skagafirði 17.-19. júlí 2015

Sumarmót Kristniboðssambandsins að Löngumýri í Skagafirði verður haldið helgina 17.-19. júlí. Fjölbreytt dagskrá verður alla helgina. Lögð verður áhersla á gott og uppbyggilegt samfélag um Guðs orð og kristniboð. Samson Lokipuna, biskup í Pókot í Keníu verður gestur mótsins. Katsuko, eiginkona Leifs Sigurðssonar, kristniboða í Japan, verður vígð til kristniboða á mótinu.

Á milli samverustundanna verður tækifæri til að spjalla saman, kynnast nýjum vinum og njóta náttúrunnar í Skagafirði. Eins er gott að slaka á og láta sér líða vel í heita pottinum á Löngumýri. Í nágrenni Löngumýrar er líka margt áhugavert að skoða og njóta.

Frekari upplýsingar um mótið fást á skrifstofu Kristniboðssambandsins, Háaleitisbraut 58-60, sími 533 4900, en skráning fer fram á Löngumýri í síma 453 8116.

Dagskrá:

Föstudagur 17. júlí
Kl. 21.00 Upphafssamkoma. Hugvekju flytur Samson Lokipuna, biskup í Keníu.

Laugardagur 18. júlí
Kl. 10.00 Biblíulestur í umsjá Skúla Svavarssonar.
Kl. 11.00 Umræður í hópum.
Kl. 17.00 Kristniboðssamvera og kristniboðavígsla. Katsuko Sigurðsson, eiginkona Leifs Sigurðssonar, verður vígð til kristniboðsstarfa í Japan. Samson Lokipuna segir frá starfi Lútersku kirkjunnar í Pókot í Keníu.
Kl. 21.00 Vitnisburðar- og bænasamkoma í umsjón Kristniboðsfélags karla í Reykjavík.

Sunnudagur 19. júlí
Kl. 11.00 Guðsþjónusta í Miklabæjarkirkju. Sr. Dalla Þórðardóttir þjónar fyrir altari og sr. Ragnar Gunnarsson prédikar.
Kl. 14.00 Kveðjusamkoma. Samson Lokipuna talar.