Fréttir frá Vestur Afríku á samkomu 10. júní

Miðvikudaginn 10. júní verður samkoma í Kristniboðssalnum kl. 20. Sveinn Einar Friðriksson Zimsen er kristniboði á Fílabeinsströndinni ásamt Anitu eiginkonu sinni en þau starfa þar á vegum NLM, systurhreyfingar SÍK í Noregi. Þau eru stödd hér á landi um þessar mundir og mun Sveinn Einar segja frá starfi þeirra á samkomunni á morgun og hafa hugleiðingu.

Alir hjartanlega velkomnir.