Kristniboðsefni á Lindnni

Kristniboðssambandið kemur með ýmsum hætti að starfssemi kristilegu útvarpsstöðvarinnar Lindarinnar FM 102,9. Reglulega flytja starfsmenn SÍK boðskap dagsins sem eru daglegar hugvekjur fluttar á morgnana og einnig koma starfsmenn og sjálfboðaliðar að dagskrárgerð. Nú í haust hafa verið í gangi afar vandaðir þættir í umsjá Skúla Svavarssonar kristniboða þar sem hann fjallar um trúagöngu ýmissa persóna úr Biblíunni og heita einfaldlega Trúarganga. Þættirnir eru alls tólf og má nálgast þá í Lindar appinu og á lindin.is. Nú í desember verða svo á dagskrá þættir í umsjón Helgu Vilborgar Sigurjónsdóttur sem bera heitið Jól á kristniboðsakrinum . Fyrsti þátturinn fór í loftið nú í vikunni og er hægt að nálgast hann á vef Lindarinnar . Þættirnir sem eru alls fjórir talsins verða frumfluttir á miðvikudagsmorgnum kl 9 allan desember. Á vef Lindarinnar má einnig finna ýmsa fleiri góða og uppbyggilega þætti.