Kristniboð í Japan

Fjallið Fuji í Japan.

Fjallið Fuji í Japan.

Leifur Sigurðsson, kristniboði í Japan, tók nýlega þátt í ráðstefnu um kristniboð í Japan. Ráðstefnan var haldin í nágrenni við hið þekkta fjall Fuji sem ekki lét sjá sig fyrr en síðasta dag ráðstefnunnar.

Leifur segir það hafa verið mikil forréttindi að fá að sækja námskeið hjá CPI (Church Planting Institution). Frábær lofgjörð, mjög góð fræðsla, og flottur félagsskapur. Þarna voru saman komnir kristniboðar sem starfa víðsvegar í Japan. Hann segir það hafa verið mjög áhugavert að kynnast og heyra hvernig aðrir starfa í Japan. Hann fer heim reynslunni ríkari og með nýjar hugmyndir í farteskinu.

Þátttakendur á ráðstefnunni. Leifur í grænum jakka.

Þátttakendur á ráðstefnunni. Leifur í grænum jakka.