Kristið fólk í Norður-Afríku þarfnast stuðnings

Minna en eitt prósent íbúa í Norður-Afríku eru kristnir. Af 93 milljónum eru aðeins 800.000 kristnir.

Öll lönd Norður-Afríku, að Marokkó undanskildu, eru í efstu sætum þeirra landa þar sem kristið fólk sætir ofsóknum. Kristið fólk í þessum löndum þráir samfélag við aðra kristna og fræðslu á eigin tungu.

Dagskrá Sat7 gervihnatta sjónvarpsstöðvarinnar er oft eina leið þeirra til að fræðast meira um Jesú, vaxa í þekkingu á honum og vera í sambandi við annað kristið fólk. Sat7 fær daglega viðbrögð við dagskránni frá áhorfendum í Norður-Afríku: „Við eru svo ánægð með dagskrána. Ég er svo glöð að geta lært um Jesú á eigin tungumáli. Mættum við biðja ykkur að sýna fleiri þætti á okkar tungu.“

Sat7 telur mjög nauðsynlegt að koma til móts við þarfir áhorfenda í þessum löndum með því að sýna þeim uppörvandi og hvetjandi þætti.

Kristniboðssambandið styður Sat7 fjárhagslega. Ef þú vilt vera með og gefa til þessa starfs má leggja inn á reikning 0117-26-2800, kt. 550269-4149 og eyrnarmerkja gjöfina Sat7.