Klúbburinn: Skreytum piparkökur + hús

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir 11-13 ára verður með sína síðustu samveru fyrir jól annað kvöld kl. 18 í Kristniboðssalnum. Við munum bjóða upp á heitt kakó og jólatónlist á meðan við skreytum piparkökur og piparkökuhús. Undir lok stundarinnar munum við fræðast um sögu jólanna, fæðingu Jesú og merkingu hennar, og biðja saman. Öll börn á aldrinum 11-13 ára velkomin!