Kjötsúpukvöld og söngsamkoma í kvöld

Í kvöld, miðvikudaginn 11. september kl 18, heldur Kristniboðsfélag karla sitt árlega kjötsúpukvöld. Kjötsúpan kostar 2000 kr á manninn og rennur allur ágóði í kristniboðsstarfið. Kl 20 hefst svo samkoma þar sem mikið verður sungið og Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins hefur hugleiðingu. Allir hjartanlega velkomnir