Kjötsúpukvöld á miðvikudag

posted in: Fréttir, Heimastarf | 0

Kristniboðsfélag karla í Reykjavík heldur árlegt kjötsúpukvöld í Kristniboðssalnum miðvikudaginn 21. september kl. 19-20. Þeir sem það vilja geta síðan setið áfram og tekið þátt í samkomu kvöldsins sem hefst kl. 20.

Ekki þarf að skrá sig fyrirfram, nóg er að mæta. Kjötsúpan kostar 2.500 á mann og má borða eins og hver og einn getur í sig látið. Allt sem inn kemur rennur til starfs og verkefna Kristniboðssambandsins.