Kjötsúpa á miðvikudaginn

Kristniboðsfélag karla býður upp á kjötsúpu miðvikudaginn 12. september kl. 18 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Kl. 20 verður samkoma á sama stað. Ræðumaður er Hermann Bjarnason.

Fólk er hvatt til að koma og borða ljúffenga kjötsúpu sem karlarnir sjóða. Takið með ykkur gesti.