Kjarni kristinnar trúar e. C.S Lewis- vitlaus kennitala aftan á Bjarma

Bókin Kjarni kristinnar trúar eftir C.S. Lewis er væntanlega úr prentun á næstu dögum. Aftan á nýútkomnum Bjarma er auglýsing þar sem sagt er frá bókinn og hvern hægt er að panta hana og m.a. greiða með millifærslu. Því miður urðu mistök sem ekki náðist að laga fyrir prentun Bjarma en það vantar einn tölustaf í kennitölu Salts ehf.

Þeir sem ganga vilja frá kaupum á bókinni í forsölu með millifærslu geta lagt inn á bankareikning nr 0117- 26- 017475 kt. 600678- 0789 og gott að senda staðfestingu á pontun@saltforlag.is

Forsöluverð bókarinnar er 4000 kr fyrir eitt eintak, 7000kr fyrir tvö eintök og 10000 kr fyrir þrjú eintök. Bókin verður harðspjalda og hentug til gjafa

Bókin sem heitir á ensku Mere Christianity hefur verið þýdd yfir á 36 tungumál og var árið 2000 valin af ritstjórum Christianity Today sem áhrifamesta bókin meðal kristinna lesenda. á liðinni öld.

Uppistaða bókarinnar eru útvarpserindi höfundar frá árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar útskýrði hann trú og sannfæringu kristins fólks allsstaðar og á öllum tímum Bókin horfir á kjarnann sem sameinar alla kristna óháð kirkjudeild. Skrif höfundar eru beitt, ágeng og snjöll og enn fersk og hrífandi sem staðfestir orðstír C.S. Lewis sem einn af helstu hugsuðum og höfundum okkar tíma.