KAFFISÖLU Á KRISTNIBOÐSDAGINN AFLÝST

Vinsamlegast athugið að árlegri kaffisölu Kristnibðsfélags karla í Reykjavík sem vera átti á kristniboðsdaginn, 14. nóvember nk. hefur verið aflýst í ljósi aðstæðna. Þetta er annað árið í röð sem kaffisölunni er aflýst. Viðburðir sem þessir eru afar mikilvægir til fjáröflunar í kristniboðsstarfinu og þyngir því róður starfsins að þurft hafi að aflýsa mörgum fjáröflunum undanfarin tvö ár. Við hvetjum kristniboðsvini til þess að minnast kristniboðsins sérstaklega þennan dag og bendum á að hægt er að leggja inn gjafir til starfsins á reikn. 0117- 26- 002800, kt. 5502694149 !