Categories
Fréttir

Kaffisalan 1. maí gekk vel

Hín árlega kaffisala Kristniboðsfélag kvenna, sem haldin var sunnudaginn 1. maí, gekk mjög vel.

Stöðugur straumur gesta kom og naut góðra veitinga kvennanna.

Ágóðinn var rúmlega 600.000 kr. og mun nýtast vel í starfi kristniboðsins.

Innilegar þakkir til allra sem komu að kaffisölunni á einn eða annan hátt.