Categories
Óflokkað

Kaffisala og samkoma á Kristniboðsdaginn

Kristniboðsdagurinn er sunnudaginn 10. nóvember. Samkvæmt venju munu starfsmenn Kristniboðssambandsin heimsækja nokkrar kirkjur á höfuðborgarsvæðinu til að segja frá starfinu og predika. Í kristniboðssalnum mun Kristniboðsfélag karla halda sína árlegu kaffisölu til styrktar starfinu. Kaffisalan hefst kl 14 og stendur til kl 17. Verð fyrir fullorðna er 2500kr og 1000kr fyrir börn. Þegar kaffisöluni lýkur, eða kl 17, verður svo samkoma í salnum þar sem Bjarni Gíslason, kristniboði og framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar kikrjunnar talar og Bryndís Reed mun syngja einsöng við undirleik Keith Reed. Á samkomunni er boðið upp á túlkun yfir á ensku og sunnudagaskóli er fyrir börnin á meðan henni stendur. Allir hjartanlega velkomnir