Árleg kaffisala Kristniboðsfélags kvenna verður í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, mánudaginn 1. maí, svo sem verið hefur í áratugi. Kökur og kræsingar, brauðmeti og te, gosdrykkir og fleira verður á hlaðborðinu. Opið verður frá kl. 14-17. Allur ágóði rennur til kristniboðsstarfsins.