Categories
Óflokkað

Kaffisala 1. maí

Kristniboðsfélag kvenna heldur sína árlegu kaffisölu sunnudaginn 1. maí, kl. 14-17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Kaffisalan er fjáröflun félagsins fyrir kristniboðs- og þróunarstarf í Afríku og Japan. Með kaffinu eru ljúffengar kökur og brauðréttir. Verið velkomin og styðjið um leið gott málefni.