Jólaminningar frá kristniboðsakrinum á Lindinni

Nú í desember verða fluttir viðtalsþættir á kristilegu útvarpsstöðinni Lindinni þar sem Helga Vilborg Sigurjónsdóttir fær til sín kristniboða og kristniboðabörn í hljóðver Lindarinnar til að rifja upp minningar frá aðventu og jólum í Keníu og Eþíópíu. Þættirnir, sem verða alls fjórir, verða frumfluttir kl. 9 á miðvikudagsmorgnum í desember og svo endurfluttir nokkrum sinnum. Einnig verður hægt að hlusta á þá utan dagskrártíma á Lindar appinu og á vef Lindarinnar, lindin.is. Gestir þáttanna verða eftirfarandi:

4. desember: Ingibjörg Ingvarsdóttir og Hulda Björg Jónasdóttir

11. desember: Valdís Magnúsdóttir og Kjartan Jónsson

18. desember: Ásta María Karlsdóttir, Guðrún Birna Guðlaugsdóttir, Katrín Guðlaugsdóttir og Vilborg Guðlaugsdóttir

25. desember (jóladagur): Margrét Helga Kristjánsdóttir

Við munum síðan jafnóðum birta tengla á vefinn þar sem hægt verður að hlusta eftir að þættirnir hafa verið frumfluttir.