Jólagjöf til kristniboðsins 2019

Kæru kristniboðsvinir! Gjafir skipta miklu máli þegar við hugsum til jóla og við minnumst gjarnan orða frelsarans um að sælla sé að gefa en þiggja. Þegar kemur að kristniboðsstarfinu byggir mikið á gjöfum. Við þurfum að fjármagna víðtækt starf hér heima og úti í heimi, á sviði boðunar, fræðslu og menntunar, kærleiksþjónustu og þróunarsamvinnu. Hingað til hefur það tekist vegna þess að Guð sér um starfið og þörfina fyrir fjármagn. Þannig hefur það verið í 90 ára sögu SÍK. En hvernig fer Guð að því að sjá um starfið og þörfina fyrir fjármagn? Meðal annars með því að minna fólk á og snerta hjörtun, að við fáum löngun til að gefa. Drottinn minnir okkur á að vera gjafmild. Þess vegna heldur starfið áfram. Fagnaðarerindið umbreytir enn lífi margra og gefur von og margvísleg kærleiksþjónusta hjálpar, styður og eflir fólk til að standa á eigin fótum. Við sendum þetta bréf í bæn og von um að sem flestir vilji vera með í að stoppa í fjárhagsgatið sem nú blasir við að öllu óbreyttu. Ef aðstæður okkar koma í veg fyrir að við gefum fjármuni, þá getum við alltaf gefið öðrum náð og góðvild, notað hæfileika okkar öðrum til góðs eða gefið af tíma okkar öðrum til blessunar. Höfum það hugfast.

Með innilegum þökkum til ykkar sem gáfuð til starfsins á árinu eða gerið það nú.

Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍK

Gjöf á reikning Sambands íslenskra kristniboðsfélaga, Kt. 550269-4149

Arion Banki 0328-26-002800

Íslandsbanki 0515-26-002800

Landsbanki Íslands 0117-26-002800