Jól og áramót

posted in: Fréttir, Heimastarf | 0

Skrifstofa SÍK verður lokuð frá 23. desember til 3. janúar. Símsvörun verður í 533 4900 á Þorláksmessu og 28.-30. desember. Hafa má samband með netpósti á netfangið sik(hja)sik.is

Stjórn og starfsmenn þakka samstarfið á árinu, þátttöku á fundum, samkomum og öðrum samverum, fyrirbæn, fjárframlög til starfsins og annað sem fólk hefur látið í té. Eins þökkum við stórum hópi sjálfboðaliða við hin ýmsu verkefni, svo sem íslenskukennslu, skógáma, frímerkja- og myntsöfnun og -sölu, afgreiðslu og hjálp á Basarum og við önnur fjáröflunarverkefni svo eitthvað sé nefnt.

Með þessum orðum sendum við þátttakendum starfsins og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól og blessun og frið á komandi ári.