Japan í brennidepli á samkomu í Kristniboðssalnum 26. maí

Japan er harður kristniboðsakur. Aðeins um hálft prósent Japana geta talist kristnir og margar áskoranir sem mæta kristniboðunum þar. En hvers vegna? Inger Valbø hefur starfað í Japan í mörg ár á vegum systurhreyfingar Kristniboðssambandsins NLM (Norsk luthersk misjonsamband) Hún hefur sent okkur efni þar sem hún leitar skíringa í menningu og trú Japana og útfrá því að skilgreina þær áskoranir sem kristniboðar í landinu standa frammi fyrir.

Við sjáum myndbönd frá Leifi Sigurðssyni sem er okkar fulltrúi í Japan ásamt Katsuko eiginkonu sinni og börnum þeirra þremur.

Athugið að ekki verður hægt að streyma samkomunni á netinu