Íslenskukennslan er hafin

Kristniboðssambandið býður upp á ókeypis námskeið í íslensku fyrir útlendinga á þriðjudögum og föstudögum.

Námskeið fyrir byrjendur hefst kl. 9.00 og fyrir lengra komna kl. 10. Kennt er til kl. 11.30. Upplýs. í síma 5334900.

Kennt er í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð.

Ný námskeið hefjast þriðjudaginn, 4. september.