Íslenskukennsla SÍK

Það eru sjálfboðaliðar sem bera starf Kristniboðssambandsins uppi. Nú er blessunarríkur vetur að baki í íslenskukennslunni. Konurnar á myndinni eru á meðal þeirra sem mætt hafa trúfastlega í vetur til þess að gera allt klárt í eldhúsinu, sinna barnagæslu, veita einkakennslu í íslensku, stýra söng og margt margt fleira. – Í heildina hafa u.þ.b. 80 útlendingar fengið markvissa kennslu í grunnatriðum okkar ástkæru og ylhýru tungu. Þetta fólk kemur frá öllum heimshornum og það er okkur heiður og ánægja að hjálpa því þegar fyrstu skrefin eru stigin í nýju landi. Guð blessi þetta fólk og alla þá sem að starfinu koma.