Íslenskukennsla fyrir útlendinga í Kristniboðssalnum

posted in: Óflokkað | 0

islenskukennsl

Kristniboðssambandið býður, í samstarfi við Salt kristið samfélag, upp á ókeypis íslenskukennslu fyrir nýbúa nú á haustmisserinu. Kennt verður fyrir hádegi á þriðjudögum og föstudögum. Foreldrar geta tekið börn sín með sér þar sem boðið verður upp á barnagæslu. Markmiðið er að hjálpa fólki að skilja betur íslenskt samfélag og gera sig betur skiljanlegt. Hugsjónin hefur lifað með nokkrum sjálfboðaliðum undanfarin ár og nú verður látið á hana reyna. Vekið gjarnan athygli á þessu tækifæri fyrir fólk sem vill efla íslenskuskilning og íslensku notkun sína! Kynningarfundur verður á föstudagsmorgun kl. 10, að Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð (þeim enda hússins sem er merktur Kristniboðssambandinu).