Íslenskukennsla fyrir útlendinga hófst í morgun

posted in: Óflokkað | 0

Enn á ný býður Kristniboðssambandinu útlendingum að koma og taka þátt í íslenskunámki sér að kostnaðarlausu á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnum. Hátt í 50 manns mættu en kennt er í þessari lotu í sex vikur og þá tekur ný sex vikna lota við. Nýir nemendur geta bæst við tvær fyrstu vikurnar en eftir það lokast hópurinn þar til lotunni lýkur. Skráning fer fram í síma 533 4900 eða með pósti á sik@sik.is.

Í sumar hlaut SÍK viðurkenningu Menntamálastofnuar sem fræðsluaðili til þriggja ára. Var það nauðsynlegt til að unnt væri að sækja um styrki en jafnframt gott aðhald til að tryggja gæði kennslunnar. Sérstaða þessa náms er að það er ókeypis, ekki er um formlegt námsmat að ræða (próf), kennt er á morgnana og sjálfboðaliðar taka þátt í talþjálfun í hópum í samræmi við þekkingu og getu þátttakenda.