Hvar liggja tækifærin? – hugmyndafundur um kristilega fjölmiðlun

Í haust fengum við góðan gest frá Bandaríkjunum, Ron Harris frá MEDIAlliance í Texas, kristniboðssamtök sem stuðla að útbreiðslu fagnaðarerindisins í gegnum ljósvakamiðla nútímans. Þessi samtök koma ma. að þjálfun starfsfólks SAT7 sjónvarpskristniboðsins sem Kristniboðssambandið styrkir. Í tilefni af heimsókn Rons í haust var boðað til fundar fyrir áhugafólk um notkun ljósvakamiðla í boðun fagnaðarerindisins. Á fundinn mætti góður hópur fólks úr hinum ýmsu kirkjum og myndaðist góð stemmning og eining á fundinum og mikill áhugi á að gera eitthvað meira á þessu sviði hér á landinu okkar. Ákveðið var að stofna facebookhóp sem er opinn öllum áhugasömum og einnig að stoppa ekki þarna heldur að hittast aftur og halda áfram hugmyndavinnu og umræðum. Því er boðað aftur til fundar núna laugardaginn 9. nóvember í Kristniboðssalnum og eru allir velkomnir á fundinn sem áhuga hafa á málefninu. Með ljósvakamiðlum er átt við sjónvarp, útvarp og dagblöð en ekki síst hina nýju miðla, samfélagsmiðlana sem allir hafa aðgang að. Facebook, Instagram, Snapchat, podcast, Youtube og svo má afram telja

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

11:00 Helga Vilborg Sigurjónsdóttir frá Kristniboðssambandinu
býður fólk velkomið
Hafsteinn G. Einarsson útvarpsstjóri Lindarinnar, færir
okkur fréttir af ráðstefnu MediaAlliance í október.

11:45 Hádegisverður (allir leggja 1.000 kr. í púkkið)

12:20 ERINDI úr ýmsum áttum.
13:15 Kaffihlé
13:20 Skipt í vinnuhópa.
14:00 Samantekt. Talsmenn hópa tjá sig um helstu niðurstöður
og næstu skref.
14:30 Lok