Horfir á skólasjónvarp SAT-7 með barnabörnunum

Boutros með barnabörnum sínum, Aya og Iwan.

Sat-7 sjónvarpsstöðin sendir út skólasjónvarp (SAT-7 ACADEMY) til Mið-Austurlanda og Norður-Afríku allan sólarhringinn. Talið er að 1,3 milljónir barna og unglinga horfi á það.

Boutros starfaði sem smiður en er nú kominn á eftirlaun. Hann býr í Líbanon. Þegar barnabörnin hans, tvíburarnir Aya og Iwan, 8 ára, koma í heimsókn tvisvar í viku horfa þau saman á skólasjónvarpið. Afinn nýtur þess að horfa með þeim á sjónvarpið og hjálpar þeim að fylgja námsefninu og svarar spurningum sem upp kunna að koma. Sumt er líka nýtt fyrir honum svo kynslóðirnar læra saman.

Boutros hefur tekið eftir breytingum hjá barnabörnunum eftir að þau fóru að horfa á þættina. Hann segir þau sýna meiri áhuga á námi. Sjónvarpið er ekki lengur bara afþreying. Aya finnst mest gaman að læra raungreinar og gera tilraunir.

Boutros gerir sér grein fyrir mikilvægi menntunar fyrir barnabörn sín og þess vegna hvetur hann þau til að horfa á skólasjónvarpið. Hann vonast til að fleiri börn geri það sama. Hann segist sjálfur læra mikið og horfir líka oft á það þó að barnabörnin séu ekki hjá honum.

Iwan langar að verða stærðfræðikennari þegar hann verður stór og systur hans langar að reka eigið bakarí. Þau njóta þess að vera með afa sínum og horfa með honum á skólasjónvarpið. Boutros vonar að þau haldi áfram að mennta sig og láti framtíðardrauma sína rætast.

Kristniboðssambandið er styrktaraðili SAT-7 sjónvarpsstöðvarinnar.