Hlaupum til góðs fyrir kristniboðið!

Eins og flestum er kunnungt hefur Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka verið aflýst í ljósi aðstæðna. Undafarin ár hafa margir kristniboðsvinir hlaupið til góðs og safnað áheitum og þannig hafa safnast oftar en ekki vel yfir hálfri milljón til kristniboðsstarfsins. Þó ekki verði neitt opinbert maraþon í ár verður samt sem áður hægt að hlaupa til góðs á eigin vegum og hvetjum við hlaupandi kristniboðsvini til að leggja okkur lið á þann hátt með því að safna áheitum. Það munar um hverja krónu ekki síst á þessum tímum þar sem erfitt er að standa að okkar venjulegu fjáröflunum. Á slóðinni hér fyrir neðan má sjá nánar um málið. Hlaupum til góðs fyrir kristniboðið!

https://www.rmi.is/