Maraþonið er á morgun, laugardag – Vertu með!

posted in: Fréttir | 0

Hlaupum til styrktar kristniboðinu og heitum á hlauparana okkar!

rvkmarathonReykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015 fer fram á morgun, laugardaginn 22. ágúst.

Kristniboðssambandið er eitt af þeim góðgerðarfélögum sem hlaupa má fyrir og heita á í maraþoninu. Í fyrra söfnuðu hlauparar rúmum 300 þúsundum krónum til Kristniboðssambandsins.

Enn er hægt að heita á hlaupara Kristniboðssambandsins! Þá er hægt að finna á http://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/ Kristniboðsvinir eru hvattir til að standa við hlaupabrautina og hvetja okkar fólk í hlaupinu.