Hendum ekki verðmætum!

Þótt þeim fækki nú óðum sem senda vinum og ættingjum jólakveðjur í bréfpósti þá eru ennþá einhverjir sem halda í hefðina. Við hvetjum alla til að henda ekki frímerktum umslögum sem við viljum helst fá heil, því í þeim eru fólgin verðmæti sem koma að góðum notum í starfinu okkar. Pósturinn hefur undanfarin ár aðstoðað okkur og tekið við frímerkjum og umslögum fyrir okkur í desember og janúar og verður svo áfram þessi jól. Allan árisns hring má svo koma með frímerki og umslög á skrifstofu Kristniboðssambandsins Háaleitisbraut 58- 60 2. hæð, eða á Basarinn, nytjamarkað okkar í Austurveri.