Helgi Hróbjartsson kristniboði látinn

Helgi Hróbjartsson, kristniboði og prestur, lést í Eþíópíu föstudaginn 6. júlí. Helgi fór fyrst til starfa í Eþíópíu á vegum systursamtaka Kristniboðssambandsins, NLM, á sjöunda áratug síðustu aldar, var nokkur ár starfandi í Senegal á 9. áratugnum á vegum Muhamedaneremisjonen í Noregi og loks nokkur ár á vegum Kristniboðssambandsins beggja megin við aldamótin. Auk þess starfaði Helgi hér á landi og í Noregi.

Helgi var á 81. aldursári og dvaldi mikið í Noregi þar sem börn hans eiga heima og í Waddera í Eþíópíu eftir að hann komst á ellilífeyri en þar átti hann marga góða vini.

Helgi verður væntanlega jarðsettur hér heima og verður jarðarförin auglýst síðar.