Heitum á hlaupara!

Árlegt Reyjavíkurmaraþon nálgast, 24. ágúst n.k. Þrír hlauparar hafa skráð sem til að safna áheitum til Kristniboðssambandsins, þau Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, Jóel Kristjánsson og Stefán Ingi Guðjónsson. Enn geta fleiri bæst í þann hóp.

Við hvetjum fólk til að heita á þessi þrjú sem hingað til hafa safnað rúmlega 70 þúsund krónum í áheit. Í fyrra náði áheitasöfnunin í rúm 600 þúsund krónur til kristniboðsins.