Hausttilboð!!

Allir sem kaupa bókina „Það er alveg satt“ í september og október fá bókina „Lifandi vatn“ með í kaupbæti!

„Það er alveg satt“ sem kom út í sumar er ævisaga kristniboðanna Kjellrunar Langdal og Skúla Svavarssonar. Inn í frásögnina fléttast saga starfs SÍK í Keníu. Sr. Vigfús Ingvar Ingvarsson skrásetti. Bókin kostar 6000 kr. og fæst á Basarnum í Austurveri og skrifstofu SÍK.

Á kápu bókarinnar segir: „Ótrúlegar sögur vekja spurningar, gjarnan þá hvort þær séu sannar. Þannig var oft með Skúla er hann sagði frá reynslu sinni á kristniboðsakrinum. Ávöxtur starfsins í EÞíópíu og Keníu er einnig ótrúlegur.“

„Lifandi vatn“ kom út árið 2005 í tilefni þess að þá voru 50 ár liðin frá því að starf SÍK hófst í Eþíópíu. Um 500 myndir frá starfinu prýða bókina auk sögulegs yfirlits og frásagna kristniboða sem starfað hafa í Eþíópíu.