Haustmarkaðurinn – fjölbreytt vöruúrval

Árlegur haustmarkaður kristniboðsins verður laugardaginn 9. september kl. 12-16 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Á boðstólnum verður grænmeti (kartöflur, tómatar – grænir og rauðir, agúrkur, spergilkál, hvítkál, rauðkál, rófur, gulrætur, lambhaga-salat, sveppir m.a.)  Einnig er í boði lýsi, kaffi, búðingar, Toro-pottréttir, grænar baunir, Ora-sósur, 7 up, Floridana drykkir, súkkulaði, kex, harðfiskur og fleira.

Þá má ekki gleyma bakkelsi og sultum, jarðaberjum og fleiru.

Loks má finna hreinlætisvörur, tannbursta, kerti, munnþurrkur, hreinsisvampa, blóm, skreytingar og fleira. Sjón er sögu ríkari og alltaf er best að koma snemmma því þá er vöruúrvalið mest. Kaffi og vöfflur verða einnig á boðstólunum á staðnum.