Árlegur haustmarkaður SÍK verður nú á laugardag, 17. september, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60 kl. 11-15. Á boðstólum verða vörur sem einstaklingar og fyrirtæki færa okkur, svo sem kökur, sultur, grænmeti af ýmsu tagi, blóm, þurrvara og niðursuðuvara, kjötvara, lýsi, sælgæti, snakk, prjónavara, skrautmunir, hreinlætisvörur og ýmislegt annað til heimilishalds. Nánari kynning kemur á föstudag þegar meira er vitað um gjafir fyrirtækja. Þá munu félagar í Kristniboðsfélagi karla selja kaffi og vöfflur fyrir fólk sem hefur tíma til að staldra við og setjast til að spjalla.
Tekið er við vörum á föstudag kl. 9-19 á skrifstofu SÍK (2. hæð) eða í Kristniboðssalnum (3. hæð) eða eftir samkomulagi, en síminn er 533 4900. Tekjur af haustmarkaðinum renna til skóalverkefna í Pókothéraði í Keníu þar sem samstarfsaðili SÍK byggir tvær kennslustofur við nýjan grunnskóla á afar afskekktu svæði nærri Turkanahéraði og heimavist við framhaldsskóla fyrir stúlkur (Kamito Girl’s Secondary School). Verkefnið er styrkt af utanríkisráðuneytinu um 80%. Önnur skólaverkefni snúa að námskostnaði nemenda sem búa við bág kjör.
