Haustmarkaður 7. september

Árlegur haustmarkaður Kristniboðssambandsins verður haldinn laugardaginn 7. september kl 12- 16 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58- 60
Til sölu verður brakandi ferskt grænmeti og ávextir, heimabakað brauð, kökur og sultur og ýmis annar varningur.
Eftir innkaupin er svo upplagt að setjast niður og fá sér kaffi og vöfflur með rjóma sem verður til selt verður á staðnum.
Haustmarkaðurinn er liður í fjáröflun Kristniboðssambandsins en allar vörurnar eru gjafir frá fyrirtækjum og einstaklingum og rennur ágóðinn óskiptur til starfsins.