Haustmarkaður 11. september

posted in: Fréttir, Óflokkað | 0

Árlegur haustmarkaður Kristniboðssambandsins verður haldinn laugardaginn 11. september kl. 11-15 í Kristniboðssalnum. Til sölu verður uppskera haustsins, svo sem grænmeti og sultur, en einnig sultur, kökur, ávextir, pakkamatur og ýmislegt til heimilisins, eins og verið hefur undanfarin ár. Vöruúrvalið ræðst af því hvað berst af vörum og hvað fyrirtæki eru tilbúin að gefa.

Koma má vörum á markaðinn á skrifstofu SÍK frá kl. 9-16 (nema 15 á föstudögum) , á Basarinn frá kl. 12-18 eða hafa samband í síma 533 4900 ef semja þarf um annan tíma eða ef sækja þarf heim til fólks.