Hausthressing í Kristniboðssalnum

Oddvar Søvik frá Noregi er staddur á Íslandi í boði Kristniboðssambandsins. Oddvar hefur starfað sem stúdentaprestur, fríkirkjuprestur og forstöðumaður í áratugi og er eftirsóttur fræðari og prédikari. Hann er höfundur nokkurra bóka m.a. um bæn og starf heilags anda. Bækurnar er hægt að kaupa.

Oddvar talaði um bænina á samkomum á miðvikudagskvöld og fimmtudagskvöld kl 20. Mikil ánægja var með bæði kvöldin.

Í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20-22 og á morgun, laugardag, kl. 10-16 kennir hann og ræðir málin á námskeiði sem fjallar um starf heilags anda, þ.e. Andinn gefur líf, Andinn kemur vexti til leiðar og Andinn veitir kraft til þjónustu.

Þá verður Oddvar ræðumaður á samkomu í Kristniboðssalnum kl. 17, sunnudaginn 24. september og talar þar um að fyllast andanum. Boðið verður upp á fyrirbæn eftir samkomurnar og í tengslum við námskeiðið. Á sunnudaginn kl. 19 flytur Oddvar fyrirlestur um líkklæðin í Toronto.

Námskeiðið og samkoman á sunnudag eru öllum opnar. Fólk er hvatt til að mæta og njóta andlegrar blessunar og hressingu fyrir sálina.