Hátíðarfundur Kristniboðsfélags kvenna

posted in: Fréttir, Heimastarf | 0

Kristniboðsfélag kvenna heldur síðasta fund vetrarins fimmtudaginn 20. maí kl. og hefst með kaffi kl 16 en fundurinn sjálfur kl. 17 í Kristniboiðssalnum. Lítið hefur verið hægt að hittast í vetur og þetta því kærkomið tækifæri. Á fundinum verða nýjar félagskonur boðnar velkomnar og allar konur sem áhuga hafa á að kynna sér kristniboðsstarfið eða taka þátt í því formlega eru hjartanlega velkomnar og einnig til að ganga í félagið. Nóg er að mæta á staðinn.

Kristniboðsfélag kvenna er elsta aðildarfélag SÍK, stofnað árið 1904 og er því 117 ára.