HAPPDRÆTTI Í STAÐ JÓLABASARS

Annað árið í röð er sú staða komin upp að aflýsa þarf jólabasar Kristniboðsfélags kvenna, sem vera átti laugardaginn 20. nóvember, vegna samkomutakmarkanna.

Í stað basarsins munu konurnar, líkt og í fyrra, efna til glæsilegs jólahappdrættis sem kynnt verður betur á heimasíðunni okkar og samfélagsmiðlum á næstu dögum. Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast vel með, taka þátt í happdrættinu og styðja við kristniboðsstarfið en allur ágóði fer beint í starfið okkar.